Litli málfræðingurinn

Litli málfræðingurinn er handbók um íslenska málfræði, ætluð þeim sem læra íslensku sem annað/erlent mál. Hún var unnin fyrir styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Mími -símenntun. Hún hefur verið notuð þar síðan árið 2008 og nýtist vel í efri stigum íslenskunámsins svo og á ritunarnámskeiðum. Nú er hún komin á Tungumálatorgið  og frjálst fyrir alla að prenta og nota í kennslu. Þið finnið tengil á hana hér til hægri.

Uncategorized | Ein athugasemd

Allt að gerast

Við viljum benda notendum vefsins á undirsíðurnar sem nú eru óðum að verða til. Viljum endilega fá ábendingar um áhugavert efni og tengla. Sendið okkur línu.

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Allt að gerast

Styrkur til að vinna vefinn áfram!

Mímir – símenntun fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendaráðs til að þróa áfram vefinn fyrir íslenskukennara sem kenna fullorðnum innflytjendum. Þetta eru afar ánægjulegar fréttir sem þýða að við getum haldið ótrauðar áfram að þróa vefinn og vonumst til að sem flestir taki þátt í því með okkur.

Við sendum út bréf á dögunum þar sem við óskuðum eftir lýsingum á kennsluaðferðum frá íslenskukennurum og viljum við nú ítreka þessa beiðni. Því fleiri sem leggja hönd á plóginn því öflugri verður vefurinn.
Þorbjörg og Selma

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Styrkur til að vinna vefinn áfram!

Kynning á Menntakviku

Menntakvikan 2010: Ráðstefna í menntavísindum var haldin föstudaginn 22. október 2010 við Menntavísindasvið. Þar kynntu Þorbjörg Halldórsdóttir og Selma Kristjánsdóttir verkefnisstjórar hjá Mími-Símenntun mótun og framtíðarsýn svæðisins Íslenska fyrir útlendinga.

kynning | Slökkt á athugasemdum við Kynning á Menntakviku

Nýr vefur fyrir íslenskukennara!

Þessi vefur er ætlaður íslenskukennurum um allt land sem kenna fullorðnum nemendum íslensku. Vefurinn á að vera sameiginlegur vettvangur fyrir kennara til að skiptast á hugmyndum og aðferðum og  geyma og ná í gögn til að nýta í kennslu. Vefurinn er á tilraunastigi og allar athugasemdir og ábendingar vel þegnar. Við búum reyndar svo vel að eiga þarfagreiningu fyrir íslenskukennsluvef sem gerð var af mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir fáeinum árum og vinnan við hana mun vonandi nýtast vel fyrir þennan vef. Þetta verður spennandi!

Uncategorized | Slökkt á athugasemdum við Nýr vefur fyrir íslenskukennara!